EYRU

Talið er að um 5% einstaklinga séu með útstæð eyru.  Oftast er ástæðan að sú náttúrulega beyging sem venjulega er á brjóski eyrans er ófullnægjandi að hluta eða alveg. 

Aðgerðin er á kostnað sjúkratrygginga Íslands fyrir börn (undir 18 ára aldri) og eru reglur til viðmiðunar hvort einstaklingurinn fellur undir þessa greiðsluþáttöku. 

Þessi lagfæring framkvæmd með skurðaðgerð þar sem gerður er lítill  skurður bak við eyrað, inn að brjóskinu og formar það að nýju. Umbúðir eru fjarlægðar nokkrum dögum síðar.