brjóst

Útlit skiptir einstaklinga miklu máli í samfélagi dagsins í dag, sem á margan hátt gerir stórar kröfur í þeim efnum. Algengustu óskir einstaklinga sem leita til lýtalækna eru oft tengdar útliti og stærð brjóstanna, sem óneitanlega er ennfremur mikilvægur þáttur í sjálfsmeðvitund kvenna. Ýmislegt getur orðið þess valdandi að brjóstin breytast að stærð eða lögun, eins og barneignir, sjúkdómar eða tímans tönn.

Ekki er hægt að segja að til séu hið rétta form eða stærð brjósta og eru skoðanir á því mjög einstaklingsbundnar. Það hefur því orðið hlutskifti lýtalækna að leysa eftir aðstæðum og í náinni samvinnu við einstaklinginn vanda viðkomandi. Aðgerðirnar eru mjög mismunandi, allt frá brjóstastækkunum upp í flóknar uppbyggingar í gjölfar brottnáms eftir krabbamein. Hjá Deamedica búum við yfir yfirgripsmikilli reynslu til þess að mæta þínum óskum.