fitusog

Fitusog er ein tegund fegrunaraðgerða sem fjarlægir fitu úr líkamanum í þeim tilgangi að breyta lögun hans og er ein af algengustu lýtaaðgerðum sem er framkvæmd. Aðgerðina er hægt framkvæma í staðdeyfingu ef um lítið svæði er að ræða (t.d. hné eða undirhaka) annars í svæfingu. Í fitusogi er notast við sérhönnuð og mismunandi rör tengdu handfangi, slöngu og með sogkrafti er fitan fjarlægð. Yfirleitt er besti árangur af fitusogi hjá einstaklingum í kjörþyngd með staðbundna fitusöfnun og góðan teygjanleika í húðinni.  Oft er fitusog framkvæmt samhliða öðrum aðgerðum t.d. svuntuaðgerð og andlitslyftingu.

Í fitusogi er fitan varanlega fjarlægð frá svæðinu sem er meðhöndlað en yfirleitt þarf að reikna með nokkrum mánuðuðum til þess að lokaárangur sjáist. Við mælum með notkun þrýstingsfatnaðs í nokkrar vikur til þess að ná sem bestum árangri.