stór svuntuaðgerð

Húðin neðan nafla er hér fjarlægð og strekkt á húðinni ofan nafla. Örið er langt neðst á kviðnum og annað ör umhverfis naflann. Yfirleitt helst langa örið innan nærbuxnastrengs.Ef gliðnun er á milli langsum vöðva á kviðvegg (rectus abdominins) eru þeir saumaðir saman. Yfirleitt er fitusog framkvæmt samhliða svuntuaðgerð og þá sérstaklega á mjöðmum.

Strekkta húðin er síðan saumuð niður á undirliggjandi vöðvalög og því ekki þörf á sogkerum (dreni). Við mælum með að hætt sé á blóðþynnandi fæðubótarefnum 10 dögum fyrir aðgerð (sjá undirbúning fyrir aðgerð) og notkun á þrýstingsfatnaði (yfirleitt bæði buxum og belti) í u.þ.b. 6 vikur eftir aðgerð.