Í dag er ævilöng ábyrgð á brjóstapúðum

Ég er 45 ára göm­ul þriggja barna móðir sem dreym­ir um stærri brjóst en ég er svo hrædd um að lík­am­inn hafni síli­kon­púðunum og svo fer um mig ónota­til­finn­ing þegar ég hugsa um Pipp-púðamálið. Eru fram­leiðend­ur í dag ábyrg­ir fyr­ir brjósta­púðum og hvernig er best að snúa sér í þessu? Kveðja, frá einni 45 ára.

Sæl.

Það er al­geng­ur mis­skiln­ing­ur að tala um „höfn­un á síli­kon­púðum“. Lík­am­inn hafn­ar aldrei beint síli­kon­púðunum en hann mynd­ar eins kon­ar himnu utan um púðann. Oft­ast er þessi himna bara þunn og teygj­an­leg en hún get­ur þykknað og valdið því að púðinn verður harður og get­ur valdið óþæg­ind­um. Oft­ast er nóg að nudda brjóstið ef þessi himna þykkn­ar ann­ars þarf að fjar­lægja himn­una í svæf­ingu (það er þó sjald­gæft) og setja púðann inn aft­ur. Örfá­ar kon­ur eru óheppn­ar og geta lent end­ur­tekið í þessu.

Það hef­ur orðið mjög mik­il þróun á síli­koni sem notað er í brjósta­púða á und­an­förn­um árum. Fram­leiðend­ur voru áður með 10 ára ábyrgð á púðunum og þar af leiðandi mæltu marg­ir lýta­lækn­ar með skipt­ingu á 10 ára fresti. Í dag eru stærstu fram­leiðend­urn­ir með ævi­langa ábyrgð á púðunum þannig að við lýta­lækn­ar get­um ráðlagt skjól­stæðing­um okk­ar að óþarfi sé að skipta ef allt er í lagi. Vissu­lega get­ur enn komið gat á himn­una utan um gelið en það er mjög sjald­gæft (1% yfir 8 ár). Í þess­ari ábyrgð ábyrg­ist fram­leiðand­inn að út­vega nýja púða í stað þeirra gömlu en ekki er borgað fyr­ir aðgerðina sjálfa eða svæf­ing­una. Í dag er gelið orðið mun þétt­ara og sam­heldn­ara í sér en áður og á að hald­ast sam­an þrátt fyr­ir að gat komi á himn­una utan um það.

PIP-púðarn­ir voru bún­ir til af litl­um fram­leiðanda þar sem hluti af púðunum var gallaður, ekki voru notuð viður­kennd efni í fram­leiðsluna. Eft­ir­lit með fram­leiðslunni mis­fórst og eft­ir­litsaðilar hafa hlotið mikla gagn­rýni fyr­ir. PIP-púðar og púðar sem notaðir eru í dag eru því í raun ekki sam­bæri­leg­ir.

Ég vona að þetta flókna svar hafi náð að svara ein­hverj­um spurn­ing­um þínum um síli­kon­púða. Ef þig dreym­ir um stærri brjóst og lít­il brjóst trufla þitt dag­lega líf (klæðaburð, lík­ams­rækt/​sund, sam­líf o.s.frv.) þá er annaðhvort að sætta sig við eig­in lík­ama eða láta slag standa og panta tíma hjá lýta­lækni og fá álit hans á því hvort sili­kon­púðar gætu verið eitt­hvað fyr­ir þig. Gangi þér vel með ákvörðun­ina.