Bótox

Bótox®️ og Vistabel®️ eru lyfseðilsskyld vöðvaslakandi lyf sem innihalda toxín eða eitur sem framleitt er af bakteríunni Clostridium botulinum.  Einungis læknar með sérfræðiþekkingu og reynslu mega gefa lyfið.  

Þegar bótulínumtoxíni er sprautað í vöðva, hindrar það ákveðin taugaboðefni sem veldur því að vöðvinn missir taugasamband og það dregur úr óhóflegum vöðvasamdrætti.  

Bótox er mest notað til að meðhöndla hreyfanlegar hrukkur og línur í andlitinu, eins og t.d. lóðréttar hrukkur milli augabrúna sem koma fram þegar hleypt er í brýrnar, láréttar línur og hrukkur í enni og við “krákufætur” eða broshrukkur hliðlægt við augun.  Ábendingarnar eru þó fleir fleiri og á meðferð með bótulínumtoxíni t.d. einnig við til að meðhöndla of kröftuga kjálkavöðva sem getur dregið úr tannagnísli og jafnvel formað andlitið ef þeir eru of kröftugir.  Einnig er hægt að nota bótox til að meðhöndla s.k. “gummy smile” þ.e. Þegar of mikið tannhold sést við bros og hlátur.

Bótox er notað til að meðhöndla:

  • lóðréttar hrukkur sem myndast milli augabrúnanna “reiðihrukkur”
  • láréttar línur og hrukkur í enni
  • krákufætur eða “broshrukkur” hliðlægt við augu
  • of kröftugan kjálkavöðva sem getur dregið úr tannagnísli og jafnvel formað andltið
  • Bótox má nota til að draga úr skæ’“gummy” smile (of mikið tannhold sést við bros og hlátur)
  • of mikillar svitaframleiðslu í holhöndum og lófum

Hversu lengi endist meðferðin?

Bótox meðferð er ein algengasta fegrunarmeðferð síðustu ára og eru milljónir bótox meðferðir gerðar á heimsvísu ár hvert.  Meðferðin er ekki varanleg, en árangurinn helst í 4-6 mánuði yfirleitt.  Þó munu endurteknar meðhöndlanir minnka óeðlilega kröftuga vöðva t.d. milli augabrúna.

Hvernig fer meðferðin fram?

Fyrst hittir þú lýtalækni sem skoðar þig og metur hvaða meðferð hentar þér best.  Þú færð upplýsingar um kosti og galla ásamt því hvaða árangurs þú getur vænst af meðferðinni svo og um mögulega áhættuþætti og fylgikvilla. Áður en meðferð er hafin er svæðið sótthreinsað.  Bótoxinu er sprautað með nokkrum stungum með örfínni nál á þau svæði sem á að meðhöndla.  Meðferðin tekur yfirleitt um 15-30 mínútur.  Þú getur fengið vægan roða við staðinn þar sem sprautað var og í fáum tilfellum kemur lítið mar við stungustaðinn.  

Þú mátt ekki taka blóðþynnandi lyf fyrir meðferð og ef þú tekur lýsi eða önnur fæðubótarefni sem innihalda omega3 ráðleggjum við að þú hættir með það viku fyrir meðferð það sem það eykur áhættuna á mari.  Bólgueyðandi verkjalyf eins og t.d. Ibufen og aspirin auka einnig hættu á mari. Ef kona er þunguð eða með barn á brjósti er meðferðin ekki ráðleg.

Hver er árangurinn?

Fagmannleg og vel gerð bótox meðferð gefur þér náttúrlegt útlit með úthvíldara og ferskara yfirbragði.

Árangurinn kemur hægt og rólega, en fullri verkun er náð eftir 10 daga.  Þú getur farið aftur til vinnu sama dag, en við ráðleggjum að þú takir því rólega fyrsta sólarhringinn og sleppir líkamsrækt.  Við bjðoðum þérað koma í eftirit eftir 2 vikur til að gamga ðir skugga um að meðferðin hafi tekist vel.