Æðahnútar

Æðahnútar

Æðahnútar er algengur sjúkdómur. Eina leiðin til að losna við æðahnúta er með æðahnútaaðgerð. Æðahnútaaðgerðir eru framkvæmdar af æðaskurðlæknum sem hafa sérhæft sig í meðferð þeirra. Miklar framfarir í meðferð æðahnúta hafa orðið síðustu 25 ár með tilkomu innæðaaðgerða. Tíðni æðahnúta í hinum vestræna heimi er talinn um 30% og kynjaskipting er nokkuð jöfn. Síðunni er ætlað að miðla upplýsingum um æðahnúta og úrræði við þeim.

Eru æðahnútar hættulegir?

Æðahnútar eru nánast aldrei hættulegir. Æðahnútar geta þó valdið vandræðum ef ómeðhöndlaðir um langan tíma. Um 5% þeirra með æðahnúta fá merki um húðbreytingar sem að lokum geta valdið sáramyndunum á leggnum. Þessi sár eru oft lengi að gróa og eru gjörn á að koma aftur.

Af hverju fæ ég æðahnúta?

Einhver veikleiki í æðaveggnum er álitin vera ástæða þess að æðahnútar myndist.

Lokur í bláæðakerfinu eiga að hindra að blóðið leiti í ranga átt það er niður í fætur. Bláæðalokur eru bæði í djúpa og grunna bláæðakerfinu og ef þær virka ekki verður um bakflæði að ræða (reflux) sem veldur auknum þrýstingi á bláæðum undir sem þenjast út og æðahnútar myndast. Æðahnútar geta myndast þó svo að ekkert bakflæði sé í stofnæðum grunna kerfisins. Ómskoðun á djúpa og grunna bláæðakerfinu fyrir aðgerð tryggir að réttri meðferð er beitt.

Líklegt er að orsakir æðahnúta megi að talsverðu leyti rekja til erfðaþátta, það er að þeir eru arfgengir. Það hefur þó reynst erfitt að sýna fram á það með óyggjandi hætti þar sem um svo algengan kvilla er að ræða. Offita/ofþyngd eykur líkur á myndun æðahnúta sérstaklega hjá konum og sjúkdómurinn er einnig oft alvarlegri með húðbreytingum og sármyndunum.

Hver eru helstu einkenni æðahnúta?

Þreyta, pirringur, verkur, bjúgur og sinadráttur eru algeng einkenni æðahnúta. Æðahnútar geta verið án einkenna, það er að einungis er um lýti að ræða. Flestir hafa þó einhver einkenni æðahnúta sem stundum geta verið óljós.

Einkenni æðahnúta verða oft meira áberandi þegar líður á daginn og sérstaklega eftir lengri stöður. Margir finna fyrir krömpum að næturlagi og gjarnan verður þeirra vart fyrri part nætur. Margir eiga erfitt með að lýsa verkjunum en þeir eru oft staðsettir þar sem æðahnútar eru. Mörgum finnst léttir að hafa hátt undir fætur til að losna við óþægindin. Fótaóeirð er venjulega ekki eitt af einkennum æðahnúta, þessi hvimleiðu einkenni geta einnig verið hjá einstaklingum með eðlilegt æðakerfi.

Ef æðahnútar hafa staðið lengi ómeðhöndlaðir geta komið fram varanlegar skemmdir í húðinni og einnig geta myndast sár. Þessi sár eru oft á tíðum mjög langvinn og erfið í meðferð og eru gjörn að koma aftur. Talið er að um 1% þjóðarinnar sé með eða hafi haft bláæðasár svo þetta er algengur kvilli.

Hverjir fá æðahnúta?

Æðahnútar eru mjög algengir enda talið að um 30% einstaklinga í vestrænum samfélögum séu með æðahnúta.

Æðahnútar eru nánast jafn algengir hjá konum og körlum en karlar fá þetta þó nokkuð síðar á lífsleiðinni. Oft verður fyrst vart við æðahnúta undir meðgöngu og það er ástæða þess að konur fá þetta fyrr en karlar. Fjöldi barneigna eykur einnig tíðni á æðahnútum.

Ef einnig eru taldir með einstaklingar með eingöngu æðaslit er tíðnin mun meiri eða um 50% á miðjum aldri.

Get ég gert eitthvað til að losna við æðahnútana?

Æðahnútar hverfa ekki nema með aðgerð. Nútíma æðahnúta aðgerðir eru gerðar í staðdeyfingu með innæðaaðgerð.

Einungis sá hluti æðakerfisins sem er bilaður er meðhöndlaður og er ómskoðun notuð til greiningar.

Rannsóknir benda til að það sé æskilegt að einstaklingar með æðahnúta og breytingar í húð haldi kjörþyngd sinni til að koma í veg fyrir að æðahnúta sjúkdómurinn ágerist.

Heilbrigður lífsstíll og æfingar geta hugsanlega seinkað því að æðhnútar versni. Teygjusokkar draga oft úr einkennum tengdum æðahnútum. Mikilvægt er að meðhöndla æðahnútanna áður en húðin skaðast því oft eru þær breytingar óafturkræfar.

Get ég farið í laser meðferð?

Já, allir með æðahnúta geta farið í aðgerð óháð því hvort reynt hafi verið að leysa æðahnúta vandamálið með aðgerðum áður eða ei.

Með ómskoðun er greint hvaða stofnæð er biluð og hvort möguleiki sé á að gera laser aðgerð til að leysa vandamálið. Ef einungis eru til staðar æðahnútar en ekki neinn leki í stofnæð grunna bláæða kerfisins nægir að fjarlægja æðahnútanna með heklunál án þess að beita þurfi laser meðferð við æðahnútum.

Undirbúningur og eftirmeðferð eftir æðahnútaaðgerð

Það þarf að fasta 6 tíma fyrir aðgerð, þó má drekka tæra vökva t.d. vatn, eplasafa eða svart kaffi þar til 3 klst fyrir aðgerð. Klukkustund fyrir aðgerð er mælt með að taka parasetamól (t.d. panodil, paratabs) 500 mg, 3 töflur með vatnssopa. Föst lyf á einnig að taka með vatnssopa.

Að lokinni aðgerð þarf fólk að jafna sig í 1-4 tíma . Ekki er heimilt að keyra eftir aðgerð. Á aðgerðardagi skal hafa frekar hægt um sig, mest liggja fyrir með hátt undir aðgerðarfæti/fótum. Það má fara á fætur til að sinna helstu líkamsþörfum. Við verkjum duga lyf á borð við parasetamól og/eða íbúprófen, hvorugt lyfseðilsskylt.

Daginn eftir aðgerð má hreyfa sig, vera á fótum eins og óþægindi leyfa, en æskilegt er að hafa hátt undir fótum þegar fólk hvílir sig. Vafning má fjarlægja á þriðja degi og fara í sturtu. Ekki þarf að hafa plástra yfir nálarstungugötum. Nota teygjuhólk sem við útvegum, upp að eða rétt uppfyrir hné að degi til í 10 daga eftir að vafningur er fjarlægður. Flestir finna fyrir óþægindum fyrstu dagana upp í 1-2 vikur en það er mikilvægt engu að síður að vera á fótum og hreyfa sig, engin hætta er því samfara og það skemmir ekki árangur aðgerðar.

Fylgikvillar

Mar kemur alltaf fram og hverfur að mestu á nokkrum vikum, þó getur gulleit slikja verið sýnileg lengur og í undantekningar tilfellum verið varanleg. Yfirborðsbláæðabólgur koma alloft fyrir og valda þá verkjum/eymslum jafnvel í einhverjar vikur. Sýkingar eru afar óalgengar eftir laser aðgerðir en koma fyrir í 1-3% tillfella við hefðbundnari aðgerðir. Skaðar á yfirborðsskintaugum koma fyrir í 1-5% tilfella. Oftast veldur þetta tímabundnum dofa eða verkjum en í undantekningar tilfellum verða einkenni viðvarandi. Djúpir bláæðatappar koma fyrir í minna en 1% tilfella.

Æðahnútar

Æðahnútar

Hægt er að senda okkur skilaboð  með því að fylla út formið hér að neðan og við höfum samband við fyrsta tækifæri.

Fyrirspurn

Samskipti kunna að vera vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Hafa samband

Hægt er að senda okkur skilaboð með því að fylla út formið hér að neðan og við höfum samband við fyrsta tækifæri.

Hafa samband

Samskipti kunna að vera vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Þórdís Kjartansdóttir

Hægt er að hafa samband með því að fylla út formið hér að neðan og við svörum þér við fyrsta tækifæri.

Þórdís

Samskipti kunna að vera eru vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Ottó Guðjónsson

Hægt er að hafa samband með því að fylla út formið hér að neðan og við svörum þér við fyrsta tækifæri.

Ottó

Samskipti kunna að vera eru vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Karl Logason

Hægt er að hafa samband með því að fylla út formið hér að neðan og við svörum þér við fyrsta tækifæri.

Karl Logason

Samskipti kunna að vera eru vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Guðmundur Már Stefánsson

Hægt er að hafa samband með því að fylla út formið hér að neðan og við svörum þér við fyrsta tækifæri.

Guðmundur Már

Samskipti kunna að vera eru vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Guðmundur Daníelsson

Hægt er að hafa samband með því að fylla út formið hér að neðan og við svörum þér við fyrsta tækifæri.

Guðmundur Daníels

Samskipti kunna að vera eru vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Davíð Jensson

Hægt er að hafa samband með því að fylla út formið hér að neðan og við svörum þér við fyrsta tækifæri.

Davíð

Samskipti kunna að vera eru vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Hannes Sigurjónsson

Hægt er að hafa samband með því að fylla út formið hér að neðan og við svörum þér við fyrsta tækifæri.

Hannes

Samskipti kunna að vera eru vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Brjóstastækkun

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Ut elit tellus, luctus nec ullamcorper mattis, pulvinar dapibus leo.

Öll samskipti eru vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér