Botox

Botox meðferð

Meðferðin gengur út á að meðhöndla hrukkur í andliti og vinna gegn öldrunareinkennum og þreytulegu útliti.

Virkni botulinum toxin

Botulinum toxin bindst við taugaenda og hamlar losun á taugaboðefni, á þann hátt hindrar það vöðvasamdrætti í þeim vöðva eða hluta vöðva sem er meðhöndlaður. Virkni botulinum toxin er tímabundið en endurtaka þarf meðferðina til að viðhalda árangri á 3 til 6 mánuða fresti.

Hvernig fer meðferðin fram?

Botolinum toxin er vöðvaslakandi efni sem er sprautað í vöðva með mjög fíngerðri nál. Meðferðin er áhættulítil en lítið mar getur þó stundum myndast við stungustað. Meðferðin er mjög svo einstaklingsbundin og fer eftir óskum hvers og eins. Sjálf meðferðin tekur um 15 mínútur.

Helstu meðferðarsvæði

Fyrst hittir þú lýtalækni sem skoðar þig og metur hvaða meðferð hentar þér best.  Þú færð upplýsingar um kosti og galla ásamt því hvaða árangurs þú getur vænst af meðferðinni svo og um mögulega áhættuþætti og fylgikvilla. Áður en meðferð er hafin er svæðið sótthreinsað.  Stundum er borið staðdeyfandi krem á svæðið 20 mínútum fyrir meðferð.  Fylliefnið inniheldur deyfilyf, en það minnkar óþægindin og því er sprautað með örþunnri nál á þau svæði sem á að meðhöndla.  Meðferðin tekur yfirleitt um hálfa klukkustund, allt eftir umfangi hverju sinni.

Hrukkur á milli augabrúna er eitt algengasta meðferðarsvæðið hjá körlum jafnt sem konum og getur gefið reiðilegt og þreytt útlit. Botoxmeðferð slakar á vöðvum sem draga augabrúnirnar saman og niður og minnkar þannig eða fjarlægir þessar hrukkur. Útkoman verður léttara og úthvíldara yfirbragð.

Fínni hrukkur í enni er oft hægt að fjarlægja með botox meðferð og dýpri hrukkur verða minna áberandi.

Broshrukkur eru aðlaðandi hrukkur sem myndast hliðlægt við augun þegar við brosum. Þegar þessar broshrukkur verða varanlegar gefa þær oft þreytulegt útlit. Með botox meðferð hverfa eða minnka þessar hrukkur og gefa úthvíldara yfirbragð.

Botox meðferð í lyftivöðva efri varar er meðferð sem notuð er við hinu svokallað gómabrosi eða gummy smile. Við þetta lyftist efri vörin ekki jafn mikið upp þegar brosað er og minna tannhold er þá sýnilegt.

Hægt er að lyfta munnvikunum örlítið með botoxmeðferð sem getur gefið glaðari munnsvip.

Meira um botox meðferð

Ástæðan fyrir hrukkumyndum er fjölþætt. Erfðir, líferni, tóbak og sólarvenjur spila þar stóran þátt. Ein ástæða hrukkumyndunnar er slit sem myndast í dýpri lögum húðarinnar við samdrætti í vöðvum andlitsins. Með botoxmeðferð gefur þú húðinni hvíld til að endurnýja þessa stoðvefi sem halda húðinni unglegri en meðferðin hefur þó sínar takmarkanir. Einstaklingur sem hefur myndað djúpar hrukkur í húðinni hlýtur ekki sama árangur og einstaklingur með fínni húðlínur eða hrukkur. Við mjög djúpum hrukkum getur árangurinn með vöðvaslakandi efnum valdið vonbrigðum. Viðtal og skoðun getur gefið þér raunsæja mynd af því hvaða árangurs er að vænta.

Bótox

Bótox

Hægt er að senda okkur skilaboð  með því að fylla út formið hér að neðan og við höfum samband við fyrsta tækifæri.

Fyrirspurn

Samskipti kunna að vera vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Hafa samband

Hægt er að senda okkur skilaboð með því að fylla út formið hér að neðan og við höfum samband við fyrsta tækifæri.

Hafa samband

Samskipti kunna að vera vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Þórdís Kjartansdóttir

Hægt er að hafa samband með því að fylla út formið hér að neðan og við svörum þér við fyrsta tækifæri.

Þórdís

Samskipti kunna að vera eru vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Ottó Guðjónsson

Hægt er að hafa samband með því að fylla út formið hér að neðan og við svörum þér við fyrsta tækifæri.

Ottó

Samskipti kunna að vera eru vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Karl Logason

Hægt er að hafa samband með því að fylla út formið hér að neðan og við svörum þér við fyrsta tækifæri.

Karl Logason

Samskipti kunna að vera eru vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Guðmundur Már Stefánsson

Hægt er að hafa samband með því að fylla út formið hér að neðan og við svörum þér við fyrsta tækifæri.

Guðmundur Már

Samskipti kunna að vera eru vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Guðmundur Daníelsson

Hægt er að hafa samband með því að fylla út formið hér að neðan og við svörum þér við fyrsta tækifæri.

Guðmundur Daníels

Samskipti kunna að vera eru vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Davíð Jensson

Hægt er að hafa samband með því að fylla út formið hér að neðan og við svörum þér við fyrsta tækifæri.

Davíð

Samskipti kunna að vera eru vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Hannes Sigurjónsson

Hægt er að hafa samband með því að fylla út formið hér að neðan og við svörum þér við fyrsta tækifæri.

Hannes

Samskipti kunna að vera eru vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Brjóstastækkun

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Ut elit tellus, luctus nec ullamcorper mattis, pulvinar dapibus leo.

Öll samskipti eru vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér