starfsmenn

1. Lýtalæknar

Davíð hlaut almennt lækningaleyfi árið 2009 og sérhæfði sig í lýtalækningum á Akademiska sjúkrahúsinu í Uppsölum þar sem hann hefur unnið frá árinu 2012. Samhliða sérfræðinámi stundaði Davíð rannsóknir við háskólann í Uppsala og lauk þaðan doktorsprófi á sviði andlitslömunar. Hann hóf störf hjá DEA Medica árið 2020 og er í hlutastarfi við Akademiska spítalann í Svíþjóð. Davíð hefur sérhæft sig í smásjárskurðlækningum með áherslu á brjóstauppbyggingar sem og uppbyggingar eftir andlitslömun og krabbamein á höfuð-og hálssvæði. Davíð sat um tíma í stjórn sænska lýtalæknafélagsins og er meðlimur í íslenska og sænska lýtalæknafélaginu. Hann hefur haldið fjölda fyrirlestra á alþjóðlegum ráðstefnum/kúrsum á sviði andlitslömunar og botox meðferðar. 

Á DEA Medica framkvæmir Davíð breitt úrval lýta-og fegrunarlækninga.

Andlit: andlitslyfting, augnlokaaðgerðir, fitusog og fituflutningur, eyrnaaðgerðir, botox og fylliefni

Brjóstaaðgerðir: Brjóstastækkun, minnkun og lyfting, minnkun á brjóstvef hjá karlmönnum

Bolur og útlimir: Svuntuaðgerð, fitusog, upphandleggs og læraaðgerðir

david@deamedica.is

Hannes lauk læknanámi frá Háskóla Íslands og sérhæfði sig í lýtalækningum á Karolinska Háskólasjúkrahúsinu í Stokkhólmi. Hann er enn starfandi á Karolinska í hlutastöðu sem lýtalæknir og stundakennari við Karolinska Háskólann.  Hans sérsvið þar er uppbygging á brjóstum, uppbygging á höfuð/háls svæði auk kynleiðréttingaaðgerða. Hannes starfar einnig á Plastikkirurggruppen Aleris sem er elsta og ein af stærstu lýtalækningastöðvum í Stokkhólmi. 

Hannes hóf störf á DeaMedica árið 2019. Hann sérhæfir sig í fegrunarlækningum á brjóstum og eftir léttingu. 

Hjá DeaMedica framkvæmir Hannes nær allar tegundir lýtalækninga:

– Brjóstaaðgerðir: Lyfting, stækkun með púða/fitu, minnkun, minnka karlmannsbrjóst

– Lýtalækningar eftir léttingu: Svuntuaðgerðir, upphandleggsaðgerðir, baklyfting og fitusog

– Andlitsaðgerðir: Andlitslyfting með skurðaðgerð, lyfting með fitufyllingu eða fyllefnum/botox.

– Fitusog á vandræðasvæðum: Magi, mitt, læri, hné, hendur, undirhaka.

– Kynfæraaðgerðir á konum: Skapabarmaaðgerð, lagfæringar eftir fæðingarskaða.

– Kynfæraaðgerðir á körlum: Typpastækkun (Lenging + þykking).

Í frítíma sínum sinnir Hannes hestamennsku og hrossarækt auk þess sem skíðamennska eru fyrirferðarmikið áhugamál.

hannes@deamedica.is

Þórdís er fædd á kvennréttindadaginn 19.júní 1965. Eftir stúdentspróf á náttúrufræðibraut frá Menntaskólanum  við Sund fór hún í læknisfræði í Háskóla Íslands og útskrifaðist þaðan 1993. Eftir kandidatsár og eitt ár sem deildarlæknir á skurðlækningadeild Landspítala-háskólasjúkrahúss hélt hún til sérnáms til Frakklands. En hún var frönskumælandi eftir að hafa verið skiptinemi þar (AFS) í eitt ár og eitt ár í háskóla Réne Decartes í undirbúningsnám fyrir læknisfræði. Hún hlaut sérfræðileyfi (2003) fyrst sem almennur skurðlæknir og síðar sem lýtalæknir eftir sérnám við háskólasjúkrahús í Alsace héraði í norðausturhluta Frakklands, (Hopital Pasteur Colmar, Hopital Hautepierre (chirugie general) Strasbourg og Hopital Civil (chirurgie maxillofacial et reconstructrice plastique) í Strasbourg.

Hún hóf störf fyrst eftir komu til Íslands 2006 á Lýtalækningadeild Landspítala-Háskólasjúkrahús (LSH) en opnaði stofu 2007 á Læknastöðinni og Handlæknastöðinni. Síðan stofnaði hún lýtalæknastöðina Dea Medica í júní 2011. Hún starfaði fyrst í hlutastarfi á LSH samhliða einkarekstrinum, sinnti þar fyrst og fremst uppbyggingum brjósta eftir krabbamein en sneri sér síðan alfarið að Dea Medica um mitt ár 2013.

Hjá DeaMedica framkvæmir Þórdís nær allar tegundir lýtalækninga, eins og lýtaaðgerðir á brjóstum kvenna, brjóstaminnkun, brjóstastækkun, brjóstaupplyftingu með eða án púða. Jafnframt er stundum hægt að notast við eigin fitu kvennana (s.k. lipofilling) við stækkun brjósta.  Þá gerir Þórdís aðgerðir á andliti, eins og andlitslyftingu og augnloka aðgerðir. Fitusog eru jafnframt algengar aðgerðir hjá viðskiptavinum Þórdísar, til að mynda á maga, mjöðmum, lærum, hnjám, höndum eða undirhöku. Töluvert er um karlmenn leiti til Þórdísi vegna fitusogs á brjóstasvæði. Svuntuaðgerðir eru einnig vinsælar.  Þar notar Þórdís sérstaka aðferð þar sem hún notast ekki við dren (kera) og magavöðvarnir koma betur í ljós eftir aðgerð en við hefðbundna svuntuaðgerð (abdominoplasty).  Fyllingar í varir og í hrukkur og meðferð með botoxi hefur hún langa reynslu af.

Lesa má nánar um aðgerðir hjá DeaMedica hér á síðunni.

Áhugamál Þórdísar eru fyrir utan að eiga góðar stundir með fjölskyldunni, hjól, gönguferðir, ræktin, skíði og tónlist (þá aðallega jazz). 

Maki Þórdísar er Sigurður Ragnarsson verkfræðingur og saman eiga þau eina dóttur Þórdísi Láru fædda ´13. Af fyrra hjónabandi á Þórdís tvo stráka, þá Hjalta og Kjartan Pálssyni. Hjalti býr í París og starfar hjá bílafyrirtækinu PSA, við markaðssetningu rafmagnsbíla. Kjartan útskrifast frá HÍ júní 2020 í hagnýtri stærðfræði og stefnir á framhaldsnám í því. 

thordis@deamedica.is

2. Svæfingalæknar

3. Annað starfsfólk