Andlitslyfting

Andlitslyfting

Andlitslyfting miðar að því að minnka hrukkur og fjarlægja pokamyndun við kjálkalínu, höku og á hálsi. Öldrun í andliti er að stórum hluta háð erfðum en einnig ytri ástæðum svo sem reykingum, áfengisnotkun og sólarvenjum. Við öldrun húðarinnar missir hún teygjanleika og mjúkvefir andlitsins rýrna og síga. Andlitslyfting gengur út á að minnka hrukkur og lyfta undirliggjandi mjúkvefjum og gefa með því andlitinu unglegra yfirbragð.

Það er stór og persónuleg ákvörðun að fara í aðgerð. Traust og góð samskipti við þinn lækni um væntingar þínar og óskir er mikilvægur þáttur í því að ferlið verði þér ánægjulegt og vel heppnað.

Aðgerðin

Andlitslyfting tekur um þrjár til fjórar klukkustundir og er yfirleitt gerð í svæfingu. Lagður er skurður í hársvörðinn ofan eyra og fyrir framan og aftan við eyrað. Algengt er að andlitslyfting sé gerð samhliða fitusogi á hökusvæði og við kjálkalínu. Eftir aðgerðina ert þú undir nánu eftirliti og ættir að vera tilbúin að fara heim eftir um þrjár klukkustundir á vöknun með léttar þrýstingsumbúðir. Í lok aðgerðu eru oft sett tvö lítil dren sem pakkað er inn í umbúðirnar. Þau eru tekin eftir nokkra daga við umbúðaskiptin.

Þegar heim er komið

Þú tekur því rólega og forðast alla áreynslu fyrstu dagana. Ráðlegt er að hafa höfuðið í hálegu (2-3 kodda undir höfði) þegar þú liggur út af fyrstu vikuna til að minnka bólgu og flýta bataferlinu. Ekki skal bogra með höfuðið niður fyrstu vikurnar á meðan bólga er í andliti.

Við skyndilega mikla bólgu í andliti fyrstu tímanna eftir heimkomu þarf að útiloka blæðingu undir húð. Hafðu þá samband við þinn lýtalækni hið fyrsta. Sé grunur um blæðingu gæti þurft að framkvæma enduraðgerð þar sem blóðköggull er fjarlægður og blæðing stöðvuð.

Það er ekki óalgengt að einstaklingar finni fyrir eymslum fyrstu dagana eftir aðgerð á meðan andlitið er bólgið og þú getur fundið fyrir að skynbragð húðarinnar er lítið á aðgerðarsvæðinu. Þetta er eðlilegur gangur eftir andlitslyftingu og tilfinning í húðinni kemur hægt tilbaka á næstu vikum eða mánuðum.

Reikna má með þremur til fjórum vikum frá vinnu eftir andlitslyftingu.

Eftirfylgd

Eftir um viku frá aðgerð kemur þú í endurkomu þar sem umbúðir og hluti af saumum eru fjarlægðir. Saumar eða hefti sem sitja í hársverði og aftan við eyra eru fjarlægðir tveimur vikum eftir aðgerð. Síðasta endurkoma er svo um sex mánuðum eftir aðgerðina eða eftir samkomulagi.

Algengar spurningar

Þú færð lyfseðla senda í Lyfseðlagáttina. Þú getur leyst þau út í hvaða apóteki sem er. Yfirleitt eru skrifuð út bólgueyðandi lyf, sýklalyf, vægt verkjalyf (Panodil/Paratabs) sem þú tekur reglulega og annað sterkara verkjalyf sem er tekið eftir þörfum.

Þú mátt fara í sturtu daginn sem umbúðirnar eru teknar, yfirleitt á 5.-7. degi eftir aðgerð

Öll ör eru viðkvæm fyrir sólargeislum. Örvefur verður yfirleitt rauður í sól. Þess vegna er mikilvægt að bera á sig sólarvörn eða dagkrem með sólarvörn í eitt ár frá aðgerð.

Andlitslyfting

Andlitslyfting

Hægt er að senda okkur skilaboð  með því að fylla út formið hér að neðan og við höfum samband við fyrsta tækifæri.

Fyrirspurn

Samskipti kunna að vera vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Hafa samband

Hægt er að senda okkur skilaboð með því að fylla út formið hér að neðan og við höfum samband við fyrsta tækifæri.

Hafa samband

Samskipti kunna að vera vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Þórdís Kjartansdóttir

Hægt er að hafa samband með því að fylla út formið hér að neðan og við svörum þér við fyrsta tækifæri.

Þórdís

Samskipti kunna að vera eru vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Ottó Guðjónsson

Hægt er að hafa samband með því að fylla út formið hér að neðan og við svörum þér við fyrsta tækifæri.

Ottó

Samskipti kunna að vera eru vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Karl Logason

Hægt er að hafa samband með því að fylla út formið hér að neðan og við svörum þér við fyrsta tækifæri.

Karl Logason

Samskipti kunna að vera eru vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Guðmundur Már Stefánsson

Hægt er að hafa samband með því að fylla út formið hér að neðan og við svörum þér við fyrsta tækifæri.

Guðmundur Már

Samskipti kunna að vera eru vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Guðmundur Daníelsson

Hægt er að hafa samband með því að fylla út formið hér að neðan og við svörum þér við fyrsta tækifæri.

Guðmundur Daníels

Samskipti kunna að vera eru vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Davíð Jensson

Hægt er að hafa samband með því að fylla út formið hér að neðan og við svörum þér við fyrsta tækifæri.

Davíð

Samskipti kunna að vera eru vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Hannes Sigurjónsson

Hægt er að hafa samband með því að fylla út formið hér að neðan og við svörum þér við fyrsta tækifæri.

Hannes

Samskipti kunna að vera eru vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Brjóstastækkun

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Ut elit tellus, luctus nec ullamcorper mattis, pulvinar dapibus leo.

Öll samskipti eru vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér