Brjóstalyfting

Brjóstalyfting

Brjóstalyfting miðar að því að lyfta upp brjóstvörtu og endurforma brjóstvef til að endurskapa form brjóstanna. Val á aðgerðartækni fer eftir umfangi aðgerðarinnar og ástandi brjóstanna. Í öllum tilfellum mun ör falla hringinn í kringum nýja geirvörtustæðið. Brjóstalyftingu er hægt að framkvæma samhliða brjóstastækkun. Í vissum tilfellum getur brjóstalyfting verið gerð fyrst og brjóstastækkun svo skipulögð um 6 mánuðum seinna. Þetta er gert til að minnka líkurnar á vandamálum í sáragróanda.

Aðgerðin

Sjálf aðgerðin tekur um 1-2 klukkustundir og er gerð í svæfingu. Brjóstið er endurformað, brjóstvartan varðveitt og flutt ofar á brjóstinu. Eftir aðgerðina er fylgst náið með þér á vöknun og tveimur til þremur tímum eftir að þú vaknar ert þú tilbúin að fara heim.

Þegar heim er komið

Þegar þú ert komin heim tekur þú því rólega. Þú getur búist við að vera aum yfir brjóstveggnum, við djúpan andardrátt eða þegar þú hreyfir upphandleggina. Verkirnir eru þó sjaldan mjög slæmir. Þú mátt gera ráð fyrir að vera frá vinnu í tvær til þrjár vikur. Mikilvægt er að vera í góðum íþrótta eða sjúkrabrjóstahaldara í 4 vikur eftir aðgerð til að veita brjóstunum stuðning.

Eftirfylgd

Fyrsta endurkoma er um það bil viku frá aðgerð. Þá eru skurðsár skoðuð og í þeim tilfellum þar sem varanlegir húðsaumar eru settir í aðgerð eru þeir yfirleitt fjarlægðir. Fyrstu 6 mánuði eftir aðgerð er brjóstið að setjast eftir lyftinguna en eftir þennan tíma endanlegt form og árangur aðgerðarinnar komin fram. Boðið er upp á endurkomu eftir þennan tíma ef þess er óskað.

Hagnýtar upplýsingar fyrir og eftir aðgerð

  • Þú átt að fasta frá miðnætti daginn fyrir aðgerð í svæfingu.
  • Á aðgerðardaginn ferð þú í sturtu heima og sleppir öllum húðvörum á aðgerðarsvæðinu.
  • Gott er að mæta í þægilegum fötum og skófatnaði sem létt er að lauma sér í og úr.
  • Eftir aðgerð í svæfingu skallt þú gera ráðstafanir að verða sótt/ur.
  • Gott er að skipuleggja vel fyrstu dagarna eftir aðgerð og hafa þér einhvern innan handar til stuðnings.
  • Til að fá sem fíngerðust ör er ráðlegt að plástra örin í 3 til 6 mánuði með bréfplástrum (t.d. omnistrip) sem fást í flestum apótekum.
  • Eftir brjóstalyftingu mátt þú gera ráð fyrir að taka því rólega fyrstu vikurnar. Þú mátt byrja að stunda líkamsrækt að nýju eftir um 3 vikur eftir flestar aðgerðir.
  • Reykingar auka líkurnar á sýkingum, rofi í skurðsári og húðdrepi eftir aðgerð. Reykingarstopp í 6 vikur gildir fyrir allar valkvæðar aðgerðir.
  • Við skyndilega mikla bólgu eftir heimkomu vaknar grunur um blæðingu. Hafðu þá strax samband. Mestu líkurnar á blæðingu er fyrstu 24 tímanna eftir aðgerð.

Brjóstalyfting

Brjóstalyfting

Hægt er að senda okkur skilaboð  með því að fylla út formið hér að neðan og við höfum samband við fyrsta tækifæri.

Fyrirspurn

Samskipti kunna að vera vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Hafa samband

Hægt er að senda okkur skilaboð með því að fylla út formið hér að neðan og við höfum samband við fyrsta tækifæri.

Hafa samband

Samskipti kunna að vera vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Þórdís Kjartansdóttir

Hægt er að hafa samband með því að fylla út formið hér að neðan og við svörum þér við fyrsta tækifæri.

Þórdís

Samskipti kunna að vera eru vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Ottó Guðjónsson

Hægt er að hafa samband með því að fylla út formið hér að neðan og við svörum þér við fyrsta tækifæri.

Ottó

Samskipti kunna að vera eru vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Karl Logason

Hægt er að hafa samband með því að fylla út formið hér að neðan og við svörum þér við fyrsta tækifæri.

Karl Logason

Samskipti kunna að vera eru vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Guðmundur Már Stefánsson

Hægt er að hafa samband með því að fylla út formið hér að neðan og við svörum þér við fyrsta tækifæri.

Guðmundur Már

Samskipti kunna að vera eru vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Guðmundur Daníelsson

Hægt er að hafa samband með því að fylla út formið hér að neðan og við svörum þér við fyrsta tækifæri.

Guðmundur Daníels

Samskipti kunna að vera eru vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Davíð Jensson

Hægt er að hafa samband með því að fylla út formið hér að neðan og við svörum þér við fyrsta tækifæri.

Davíð

Samskipti kunna að vera eru vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Hannes Sigurjónsson

Hægt er að hafa samband með því að fylla út formið hér að neðan og við svörum þér við fyrsta tækifæri.

Hannes

Samskipti kunna að vera eru vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Brjóstastækkun

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Ut elit tellus, luctus nec ullamcorper mattis, pulvinar dapibus leo.

Öll samskipti eru vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér