07/10/2022

Brjóstapúðar

Umræða um hættur og fylgikvilla brjóstapúða hefur vaxið síðastliðin ár. Mikilvægt er að þeir einstaklingar sem vilja fá brjóstapúða séu vel upplýstir. Hér að neðan eru gagnlegar upplýsingar fyrir þá sem eru með brjóstapúða eða eru að hugsa um að fá brjóstapúða.

Stærð og lögun brjósta tengist sterklega líkamsímynd kvenna. Brjóst breytast gegnum lífið, svo sem með aldri, vegna barneigna, brjóstagjafa og jafnvel sjúkdóma t.d. brjóstakrabbameins.

Nokkur hluti af starfi lýtalæknis gengur út á að breyta stærð og lögun brjósta, bæði til uppbyggingar eftir brottnám vegna krabbameins, til að lagfæra lýti eða sem fegrunaraðgerð. Aðgerðirnar sem um ræðir geta falið í sér brjóstauppbyggingu, brjóstaminnkun, brjóstalyftingu, brjóstastækkun, eða einhvers konar blöndu af þessum aðgerðum.

Brjóstastækkun eða brjóstauppygging felur oftast í sér notkun sílikonbrjóstapúða. Nú um stundir eru allir brjóstapúðar á markaðnum hér á landi gerðir úr sílikoni.

Hvað er sílikon?

Sílikon er unnið úr kísil, sem er eitt algengasta frumefni jarðskorpunnar. Kísill er í formi kristalla sem mynda m.a. venjulegan sand og gler. Þó svo kísill sé algengur þá fyrirfinnst sílikon hins vegar ekki í náttúrunni sem slíkt. Til að framleiða það eru ýmis lífræn efni eru látin tengjast kísil og verður þá til hlaup sem svo er notað m.a. í brjóstapúða, en einnig í matvæli, snyritivörur, lækningatæki o.fl.

Sílikonbrjóstapúðar eru gerðir úr tveimur mismunandi gerðum af sílikoni. Yfirborð púðans er gert úr gríðarlega sterku sílikoni, en innihaldið er sílikonhlaup, sem nú á tímum lekur ekki komi rof í yfirborðsveggina.

Aðgerð með brjóstapúðum

Skurðaðgerðir þar sem settir eru inn brjóstapúðar skulu aðeins gerðar að vel yfirveguðu máli. Mikilvægt er að konur fái ítarlegar upplýsingar fyrir slíka aðgerð, þar sem framkvæmt er mat lýtalæknis sem svo útskýrir kosti og galla aðgerðarinnar, gang hennar, líklega útkomu og mögulega fylgikvilla. Eftir þetta getur konan tekið upplýsta ákvörðun um hvort hún óski aðgerðar eða ekki. Sérstök ástæða er fyrir ungar konur, einkum undir tvítugu, að taka sér góðan umhugsunarfrest áður en þær óska eftir brjóstastækkunaraðgerð. 

Brjóstapúðaaðgerðir er bæði hægt að gera á skurðstofu lýtalæknis eða inni á sjúkrahúsi, venjulegast í svæfingu. Yfirleitt eru brjóstauppbyggingar framkvæmdar á Landspítalanum, en brjóstastækkanir á stofu lýtalæknis.

Brjóstapúðanum er komið fyrir gegnum u.þ.b. 3-5cm langan skurð, sem hægt er að leggja á ýmsa staði á brjóstasvæðinu eftir atvikum en yfirleitt er skurðurinn lagður í skoruna undir brjóstinu. Púðinn er síðan staðsettur annað hvort undir brjóstkirtlilinn sjálfan, eða dýpra, þ.e. undir stóra brjóstvöðvann.

pudar

Aðgerðartíminn er um það bil ein til ein og hálf klukkustund. Að aðgerð lokinni getur konan farið heim, þegar hún hefur náð sér eftir svæfinguna. Talsverðir verkir fylgja aðgerðinni í nokkra daga á eftir, sérstaklega ef púðinn er settur undir stóra brjóstvöðvann. Lýtalæknir gefur ráðleggingar um hversu lengi þarf að taka frí frá vinnu og íþróttaiðkun.

Fylgikvillar eftir ísetningu brjóstapúða eru sjaldgæfir en öllum aðgerðum fylgir ákveðin áhætta. Í fyrsta lagi er örlítil áhætta fólgin í svæfingunni. Sem við aðrar skurðaðgerðir getur sjúklingur fengið blæðingu í brjóstið daginn sem aðgerðin er framkvæmd. Þá þarf stundum að fara með sjúklinginn aftur á skurðstofu, svæfa, opna, hreinsa út blóðið og finna æðina sem byrjað hefur að blæða. Einnig fá einstaka konur sýkingu, en ef sýkingin er djúp, kringum brjóstapúðann, getur þurft að fjarlægja hann tímabundið.

Eru brjóstapúðar hættulegir?

Þegar brjóstapúði hefur verið settur inn á brjóstasvæðið myndar líkaminn alltaf svokallaða bandvefshimnu kringum púðann, til að einangra hann. Líkaminn bregst eins við öllu framandi efni, svo sem gerviliðum, gangráðum eða lyfjabrunnum.

Stöku sinnum getur bandvefshimnan bæði orðið þykk og dregist saman þannig að brjóstið verður hart, aumt viðkomu og aflagað. Ekki liggur fyrir hvers vegna þetta gerist, en hugmyndir eru uppi um að orsökin geti stafað af viðbrögðum líkamans við algengri húðbakteríu.

Sílikonpúðar geta rofnað af ýmsum ástæðum, t.d. vegna áverka, eða hreinlega aldurs. Sílikonpúðar hafa ákveðinn líftíma eins og annað í heiminum, en ekki finnast áreiðanlegar tölur sem geta upplýst um meðallíftíma hverrar tegundar brjóstapúða fyrir sig.

Talsvert hefur verið fjallað um meinta skaðsemi brjóstapúða fyrir líkamann, sérstaklega nú á síðustu árum. Það fyrirfinnast tegsl á milli brjóstapúða og vissra sjúkdóma, en líkurnar á fá einhvern þeirra eru afar litlar.

Fyrir fáum árum síðan fóru lýtalæknar að tilkynna sjúkratilfelli þar sem sjaldgæf tegund eitlakrabbameins kom upp hjá konum með brjóstapúða. Sjúkdómurinn er kallaður anaplastic large cell lymphoma, skammstafað ALCL. Líkurnar á þessum sjúkdómi eru væntanlega u.þ.b. 1 : 70000. Erfitt er að reikna fram nákvæma tíðni, þar sem tilfellin í heiminum eru fá. Ekki er þekkt neitt tilfelli um þennan sjúkdóm hér á landi og er ljóst að tíðni hans er sjaldgæf. Einkennin eru yfirleitt sú að brjóstið bólgnar skyndilega mikið þegar konan hefur haft púðana í nokkur ár. Ástunga á vökvann kringum púðann staðfestir greininguna, og venjulega læknast konan við að fjarlægja hann ásamt bandvefshimnunni kringum hann. Hins vegar ber að geta að algengasta ástæða bólgu í brjósti með sílikonpúða er rof á púðanum. 

Talsvert lengi hefur verið uppi sú tilgáta að sílikon eða eitthvað annað í púðanum geti orsakað sjálfsofnæmissjúkdóma. Rannsóknir á þessu hafa verið misvísandi, þ.e. vissar hafa sýnt tengsl á milli, en aðrar ekki. Nú er hins vegar nokkuð ljóst að brjóstapúðar hafa tengsl við svokallað autoimmune/inflammatory syndrome induced by adjuvants (ASIA syndrome). Þar gæti sílikonið vera svokallaður ónæmisglæðir, þ.e. getur haft áhrif á að líkaminn verði næmari fyrir að mynda sjálfsofnæmi. Nokkur einstaka tilfelli af þessu eru þekkt hér á landi.

Að auki hafa brjóstapúðar verið settir í samband við ýmis einkenni, til að mynda lamandi þreytu, slen, hitavellu, útbrot, hárlos, skorti á einbeitingu og svefnleysi. Á ensku hefur þetta verið kallað Breast Implant Illness. Hvernig brjóstapúðar geti valdið þessu er enn óþekkt. Sumar konur hafa fengið bót við að fjarlægja púðana, aðrar ekki.

Áður fyrr var hlaupið inni í sílikonpúðunum fljótandi. Þá gátu púðarnir lekið og frítt sílikon komist í samband við vefina kringum púðann. Sílikonið gat í þessum tilfellum endað í eitlum í holhönd, sem þá verða stækkaðir. Ekki hefur verið sýnt fram á að slíkt geti valdið sjúkdómum, en hjá sumum konum, en ekki öllum, koma fram óþægindi á brjóstasvæði þegar púðinn lekur. Þetta vandamál er nær úr sögunni með nýrri gerðum að brjóstapúðum með hlaupi sem hangir saman (e. cohesive). Þó svo rof komi í ytra hylkið, þá lekur sílikonið ekki út.

Rannsóknir hafa fundið örlitla aukningu á sílikoni í brjóstamjólk kvenna með brjóstapúða. Aukið magn sílikons í blóði þessara ungbarna er þó ekki til staðar. Magn sílikons í kúamjólk og tilbúnu dufti í pela innihalda mun meira magn sílikons en fyrirfinnst í brjóstamjólk kvenna með brjóstapúða.

Brjóstapúðar geta hins vegar geta haft áhrif á brjóstagjöf. Konum án sílikonpúða getur gengið betur að hafa börn sín á brjósti en þeim sem eru með púða, vegna mögulegra áhrifa púðanna á tilfinningu í geirvörtu. Vert er að muna að brjóstapúðar liggja ætíð aftan við brjóstkirtilinn, en ekki inni í kirtlinum.

Regluleg skoðun brjósta er mikilvægur þáttur í heilbrigðiseftirliti hverrar konu. Brjóstapúðar mega á engan hátt rýra gæði slíkrar skoðunar. Konur með þannig púða þurfa að segja frá því áður en rannsókn er gerð, bæði við þreifingu brjósta og einkum brjóstamyndatöku við krabbameinsskimun. Sé þetta haft í huga eiga púðar ekki að rýra gildi brjóstaskoðana, sérstaklega ekki ef púðinn liggur bak við stóra brjóstvöðvann.

Í lögum um réttindi sjúklinga, nr. 74/1997, kemur fram að allir eigi rétt á upplýsingum um eigið heilsufar, sjúkdóma, rannsóknir, meðferð og batahorfur. Ef meðferð fylgir áhætta eða ef líkur eru á aukaverkunum eða öðrum fylgikvillum er það réttur fólks að fá greinargóðar upplýsingar um þessi atriði. Konur skulu ekki hika við að spyrja lækni sinn ef þær eru ekki vissar um að hafa skilið upplýsingar um aðgerðina til fulls.

Einnig er tilgreint í lögum um réttindi sjúklinga að allir eigi rétt á að leita álits annars sérfræðings hvað varðar meðferð. Hafi konur einhverjar athugasemdir við veitta þjónustu geta þær beint þeim til yfirmanns viðkomandi stofnunar eða Landlæknisembættisins.

 

Ítarefni

Frá Bandarísku lýtalæknasamtökunum

Frá breastcancer.org

Deila

Hafa samband

Hægt er að senda okkur skilaboð með því að fylla út formið hér að neðan og við höfum samband við fyrsta tækifæri.

Hafa samband

Samskipti kunna að vera vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Þórdís Kjartansdóttir

Hægt er að hafa samband með því að fylla út formið hér að neðan og við svörum þér við fyrsta tækifæri.

Þórdís

Samskipti kunna að vera eru vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Ottó Guðjónsson

Hægt er að hafa samband með því að fylla út formið hér að neðan og við svörum þér við fyrsta tækifæri.

Ottó

Samskipti kunna að vera eru vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Karl Logason

Hægt er að hafa samband með því að fylla út formið hér að neðan og við svörum þér við fyrsta tækifæri.

Karl Logason

Samskipti kunna að vera eru vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Guðmundur Már Stefánsson

Hægt er að hafa samband með því að fylla út formið hér að neðan og við svörum þér við fyrsta tækifæri.

Guðmundur Már

Samskipti kunna að vera eru vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Guðmundur Daníelsson

Hægt er að hafa samband með því að fylla út formið hér að neðan og við svörum þér við fyrsta tækifæri.

Guðmundur Daníels

Samskipti kunna að vera eru vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Davíð Jensson

Hægt er að hafa samband með því að fylla út formið hér að neðan og við svörum þér við fyrsta tækifæri.

Davíð

Samskipti kunna að vera eru vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Hannes Sigurjónsson

Hægt er að hafa samband með því að fylla út formið hér að neðan og við svörum þér við fyrsta tækifæri.

Hannes

Samskipti kunna að vera eru vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Brjóstastækkun

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Ut elit tellus, luctus nec ullamcorper mattis, pulvinar dapibus leo.

Öll samskipti eru vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér