AUGNLOK

Með aldrinum missir húðin teygjanleika sinn og augnpokar geta myndast á efri og neðri augnlokum. Það er oft að við byrjum að taka eftir þessu við 35-40 ára aldur og er aðgerðin algeng hjá þessum aldurshópi sem og hjá þeim sem eldri eru. Í sumum tilfellum, sérstaklega hjá eldra fólki geta augnpokarnir verið það miklir að þeir minnki sjónsviðið og hjá öðrum getur vandamálið verið að þeim finnst þeir líta þreyttir og óúthvíldir út.

Konur geta lent í vandræðum með augnfarða þar sem húðin liggur á augnhárunum. Margir lýsa því hversu leitt þeim þykir að fá athugasemdir frá öðrum um að þeir líti óúthvíldir út þrátt fyrir að hafa sofið vel og lengi. Hjá eldra fólki með poka á neðri augnlokum getur augnlokið í vissum tilfellum verið orðið það slappt að kanturinn á augnlokinum verður laus. Þetta leiðir til þess að sífellt renna tár úr auganu, en þetta má lagfæra með því að herða upp kantinn á augnlokinu með svo kallaðri kantopexíu.

Með aldrinum sígur oft augabrúnin líka sem eykur enn á þyngd augnloksins og stundum er hægt að gera lyftingu á því svæði með skurðaðgerð.

Meðhöndlun af enni eða “reiðihrukku” milli augabrúna getur líka bætt lokaniðurstöðuna ef þörf er á því og óskað er eftir. Fjarlæging augnpoka með lýtaskurðaðgerð er afar þakklát og einföld aðgerð og lítil áhætta er á fylgikvillum. Þú munt þó vera marinn og bólginn í ca. 10 daga eftir aðgerðina sem er gerð í staðdeyfingu og slævingu. Saumar eru teknir eftir 5-7 daga og flestir velja að taka sér frí frá vinnu í eina viku eftir aðgerð.