ANDLIT

Andlitslyfting er framkvæmd í deyfingu ásamt s.k. slæfingu sem er í umsjá svæfingarlæknis. Eftir almennan undirbúing er gerður skurður sem yfirleitt nær frá hársverði til hliðar við augun, framan við eyru og niður fyrir eyrnasnepil og aftur fyrir eyru að hársrót að aftan. Húðin er síðan losuð frá undirliggjandi bandvef sem er yfirleitt strekkt á, síðan er umfram húð fjarlægð. Reykingafólk er í aukinni hættu fyrir drep í húðinni framan við eyrað vegna lélegra blóðflæðis sem er þó mjög sjaldgæft. Það tekur alltaf einhverjar vikur að jafna sig alveg en yfirleitt hægt að fela ummerkin eftir u.þ.b. 2 vikur.