Karlmenn og brjóst

Þegar brjóstakirtill er stækkaður hjá karlmönnum kallast það “Gynecomastia”. Það orsakast oftast af ójafnvægi milli hormónanna estrogens og testosteróns. Annað eða bæði brjóstin geta stækkað stundum mismikið.  Stækkaður kirtill getur myndast hjá strákum og eldri karlmönnum vegna eðlilegra breytinga á hormónastarfsemi þó geta aðrar ástæður legið að baki.  Almennt er stækkaður kirtill hjá karlmönnum ekki alvarlegt vandamál, en það getur oft verið erfitt að sætta sig við það. Verkir geta fylgt þessu jafnframt andleg vanlíðan. Ef vandamálið er viðvarandi þá geta stundum lyf og skurðaðgerð hjálpað. 

Aðgerðin er oftast framkvæmd í svæfingu með aðstoð s.k. fitusogi. Þannig eru gerðir litlir skurðir til hliðar neðan við geirvörtur og kirtillinn fjarlægður með aðstoð sogvélar. Stundum dugar þetta ekki (ef lítill fituvefur er til staðar), þá þarf að gera aðeins stærri bogadreginn skurð við vörtubauginn og kirtillinn er fjarlægður með skurðaðgerð. Mikilvægt er að vera í þrýstingsvesti í nokkrar vikur eftir aðgerðina.