brjóstastækkun

Brjóstastækkanir eru framkvæmdar þegar stækka þarf náttúrulega lítil brjóst, lagfæra misræmi milli brjósta eða leiðrétta afleiðingar í kjölfar brjóstagjafa.

Brjóstastækkun er framkvæmd þannig að brjóstafyllingu (algengast silicone gel fyllingu) er komið fyrir undir brjóstinu eða undir brjóstvöðvanum, sem liggur unndir sjálfu brjóstinu. Stærð fyllinga og staðsetning er ákveðin í nánu samstarfi milli læknis og skjólstæðings. Fyllingunni er komið fyir stað með ca 5cm. löngum skurði í húðfellingunni undir brjóstinu. Til eru aðrar aðferðir, en þetta er langalgengast enda gefur þessi leið skurðlækninum besta yfirsýn og stjórn á aðgerðinni. Notaðar eru fyllingar sem vísindalega hafa sannað sig á heimsvísu og fylgir þeim fylgir lönga ábyrgð.