Fitufylling (lipofilling)

Fitufilling eða flutningur á fitu er orðin mjög þróuð og rannsökuð meðferð. Hér er notast við eigin fituvef sjúklings sem varanlegt fylliefni undir húðina þar sem þörf er á. Fitan er fjarlægð (magi, hné utanvert á lærum) með örmjóum rörum og gegnum mjög lítinn skurð (u.þ.b.3mm). Fitan er hreinsuð og einangruð (yfirleitt með hjálp skilvindu). Henni er síðan sprautað undir svæðið sem á að meðhöndla.Fitufylling er í raun flutningur á lifandi vef og mikilvægt að framkvæma hana á réttan hátt til þess að tilfærð fita “lifi af” flutninginn.

Auk þess að fylla upp þar sem þörf er á, getur fitufylling lagfært ör, bætt gæði yfirliggjandi húðar og teygjanleika hennar. Fitufylling má nota á margvíslegan hátt, t.d. til yngingar í andliti, til þess að byggja upp andlitshluta eftir slys eða sjúkdóma, til þess að stækka rasskinnar og í brjóst bæði til stækkunar og eftir uppbyggingu eftir krabbamein. Aðgerðin er framkvæmd í staðdeyfingu ef um lítið svæði er að ræða, annars í svæfingu.

Aðgerðin er oftast framkvæmd í svæfingu með aðstoð s.k. fitusogi. Þannig eru gerðir litlir skurðir til hliðar neðan við geirvörtur og kirtillinn fjarlægður með aðstoð sogvélar. Stundum dugar þetta ekki (ef lítill fituvefur er til staðar), þá þarf að gera aðeins stærri bogadreginn skurð við vörtubauginn og kirtillinn er fjarlægður með skurðaðgerð. Mikilvægt er að vera í þrýstingsvesti í nokkrar vikur eftir aðgerðina.