óhófleg svitamyndun

Óhófleg svitamyndun í holhöndum eða “hyperhidrosis” er nokkuð algengt vandamál sem getur valdið mikilli vanlíðan. Almennt talið hrjá 2-3% íbúa á vesturlöndum. Þó einhverjir tauga, innkirtla og fleiri sjúkdómar geti valdið þessu verður óhófleg svitamyndun oftast hjá annars heilsuhraustu fólki. Meðferðin getur verið margskonar, allt frá svitalyktareyði, kremum, botoxi að skurðaðgerð.

Þegar skurðaðgerð er framkvæmd (í deyfingu eða svæfingu), liggur sjúklingurinn á bakinu með hendur ofan við höfuð, er gerður lítill skurður neðan við hárberandi svæðið og með hjálp sérstakrar sköfu og sogs eru svitakirtlarnir að miklu leyti fjarlægðir. Svæðið er rautt og aumt viðkomu eftir á en yfirleitt er batatíminn stuttur.