svuntur almennt

Eftir endurteknar barneignir eða mikið þyngdartap getur húðin orðið “slöpp” og hangandi yfir lífbeinið. Skurður ofan lífbeins (t.d. keisaraskurður) getur ýkt þessar breytingar. Það fer eftir umfangi umframhúðar hvort stærri eða minni svunta kemur til greina. Lýtalæknir metur í hverju tilfelli hvaða aðgerð hentar best í samráði við sjúkling.