Minni svuntuaðgerð

Ef þú ert með umfram húð einungis neðan nafla gæti s.k. “mini svunta” hentað þér. Það getur t.d. átt við eftir keisaraskurð þegar húðin “bungar” út ofan við keisaraörið. Þá þarf að lengja örið út til hliðar og umframhúðin er fjarlægð. Oftast er fitusog framkvæmt samhliða. Við mælum með að hætt sé á blóðþynnandi fæðubótarefnum 10 dögum fyrir aðgerð(sjá undirbúning fyrir aðgerð) og notkun á þrýstingsfatnaði (yfirleitt bæði buxum og belti) í u.þ.b. 6 vikur eftir aðgerð.