um deamedica

Dea Medica var stofnað 1.júní 2011 af Þórdísi Kjartansdóttur lýtalækni og stuttu síðar varð Rafn Ragnarsson lýtalæknir meðeigandi. Hannes Sigurjónsson bættist svo í hópinn árið 2019. DeaMedica býður upp á fjölbreytt og nýtískulegt úrval meðhöndlana og meðferða sem fegra og endurbæta ásamt því að fyrirbyggja ótímabæra öldrun húðarinnar.

Við viljum stuðla að náttúrulegu útliti, úthvíldara og ferskara yfirbragði. Við höfum það að markmiði að bjóða upp á einstaklingsmiðaða þjónustu sem er alltaf í samræmi við viðurkenndar meðferðir í lýtalækningum. Hugsjón okkar er að ávallt bjóða upp á örugga og rétta meðferð þar sem stuðst er við nýjustu vísindalegu rannsóknir og reynslu. Lýtalæknar okkar búa að áratuga reynslu og eru iðnir við að sækja símenntun á sviði lýtalækninga og fegrunarmeðferða í Bandaríkjunum, Suður-Ameríku og í Evrópu. Við höfum sjálf stundað rannsóknir og verið fyrilesarar á stórum alþjóðlegum þingum.