Karl lauk læknanámi frá Háskóla Íslands 1988. Stundaði sérnám í almennum skurðlækningum í Gävle í Svíþjóð 1992-1995 og í æðskurðlækningum við akademíska sjúkrahúsið í Uppsölum 1995-2001. Sérfræðileyfi í almennum skurðlækningum 1995 og í æðaskurðlækningum 2000. Doktorspróf frá Uppslaháskóla 2001.
Eftir að Karl flutti heim að loknu sérnámi 2001hefur hann starfað sem sérfræðingur á æðaskurðdeild Landspítalans en jafnframt sem sjálfstætt starfandi sérfræðingur á lækningastofu. Lektor í æðaskurðlækningum við Háskóla Íslands.
Á lækningastofu sinnir Karl einkum 1) greiningu og eftirliti sjúklinga með slagæðasjúkdóma. Ef til aðgerða kemur eru þær framkvæmdar á Landspítalanum í Fossvogi. 2) greiningu og meðferð bláæðasjúkdóma. Ef til aðgerða kemur sem oftast eru leiser aðgerðir vegna æðahnúta eru þær framkvæmdar á skurðstofum Læknahússins DeaMedica í Glæsibæ.
Nánar sjá heimasíðu: kllaekningar.is