Svunta

Svuntuaðgerð

Hangandi húð á kvið getur verið vandamál eftir barneignir eða þegar einstaklingur grennist mikið. Þegar húðin þenst út getur hún misst hæfileikann til að dragast aftur saman og húðfellingar myndast sem erfiðlega eða ómögulegt er að losna við. Við svuntuaðgerð er þessi aukahúð fjarlægð og húðin toguð niður til að gefa sléttan maga. Oft þarf einnig að styrkja kviðveggin þar sem magavöðvar hafa gliðnað frá hvor öðrum með tilheyrandi veikingu í kviðveggnum. 

Einnig getur stundum þurft að framkvæma fitusog til að ná sem bestum árangri. Í ákveðnum tilfellum er vandamálið staðbundið í húðinni fyrir neðan nafla og getur þá minni svuntuaðgerð verið framkvæmd með góðum árangri. Svuntuaðgerð er ekki megrunaraðgerð og einstaklingar sem flokkast í yfirþyngd eru að jafnaði ekki teknir til aðgerðar. Undantekningar eru einstaklingar sem hafa gengist undir magaminnkunaraðgerðir og grennast í kjölfarið mikið. Hér þarf að meta hvert tilfelli fyrir sig.

Aðgerðin

Aðgerðin tekur um 2 til 3 tíma eftir umfangi og er gerð í svæfingu. Eftir aðgerðina er fylgst náið með þér á vöknun og eftir um 3 tíma ert þú tilbúin að fara heim.

Þegar heim er komið

Gera þarf ráð fyrir að aðstandandi sé heima og hjálpi þér fyrstu 3 til 5 dagana eftir aðgerð. Þú munt vera með mjúkt magabelti allan sólarhringinn fyrstu 4 vikurnar og svo á dagtíma í 4 vikur eftir það. Þú munt þurfa að sprauta þig í lærið með blóðþynnandi lyfi með hárfinni nál í um vikutíma eftir aðgerð. Þetta er gert til að minnka líkurnar á blóðtappa eftir aðgerð. Algengt er að finna fyrir uppþembu og erfitt getur verið að reisa sig upp með beint bak fyrstu dagana. Þú finnur fyrir því að húðin er strekkt yfir kviðnum í nokkra mánuði. Hægðatregða er ekki óalgengt vandamál fyrstu dagarna eftir aðgerðina og skynsamlegt er að vinna gegn henni strax við heimkomu samhliða því að drekka vel af vatni. Á fyrsta degi eftir aðgerð er gott að vera eins mikið á fótum og þú treystir þér til og viku eftir aðgerð ættir þú að geta farið út í stutta göngutúra. Ráðlegt er að gera ráð fyrir 4 vikum frá vinnu eftir svuntuaðgerð.

Eftirfylgd

Fyrsta skipulagða endurkoma er viku eftir aðgerð. Skipt er á umbúðum og skurðsár skoðuð, ef þú hefur fengið dren í aðgerðinni eru þau yfirleitt fjarlægð á þessum tímapunkti. Síðasta endurkoma er um 6 til 8 mánuðum eftir aðgerð. Eftirkvillar geta verið vökvasöfnun undir húðflipa sem gengur í flestum tilfellum til baka af sjálfu sér á nokkrum vikum. Sýkingar og minni vandamál í sáragróanda koma fyrir og krefjast þá nánari eftirfylgni.

Hagnýtar upplýsingar fyrir og eftir aðgerð

  • Þú átt að fasta frá miðnætti daginn fyrir aðgerð í svæfingu.
  • Á aðgerðardaginn ferð þú í sturtu heima og sleppir öllum húðvörum á aðgerðarsvæðinu.
  • Gott er að mæta í þægilegum fötum og skófatnaði sem létt er að lauma sér í og úr.
  • Eftir aðgerð í svæfingu skallt þú gera ráðstafanir að verða sótt/ur.
  • Gott er að skipuleggja vel fyrstu dagarna eftir aðgerð og hafa þér einhvern innan handar til stuðnings.
  • Til að fá sem fíngerðust ör er ráðlegt að plástra örin í 3 til 6 mánuði með bréfplástrum (t.d. omnistrip) sem fást í flestum apótekum.
  • Eftir svuntuaðgerð mátt þú gera ráð fyrir að taka því rólega fyrstu vikurnar. Þú mátt byrja að stunda létta líkamsrækt að nýju eftir um 4 til 6 vikur eftir svuntuaðgerð.
  • Reykingar auka líkurnar á sýkingum, rofi í skurðsári og húðdrepi eftir aðgerð. Reykingarstopp í 6 vikur gildir fyrir svuntuaðgerð.
  • Við skyndilega mikla bólgu eftir heimkomu vaknar grunur um blæðingu. Hafðu þá strax samband. Mestu líkurnar á blæðingu er fyrstu 24 tímanna eftir aðgerð.

Svuntuaðgerð

Svuntuaðgerð

Hægt er að senda okkur skilaboð  með því að fylla út formið hér að neðan og við höfum samband við fyrsta tækifæri.

Fyrirspurn

Samskipti kunna að vera vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Hafa samband

Hægt er að senda okkur skilaboð með því að fylla út formið hér að neðan og við höfum samband við fyrsta tækifæri.

Hafa samband

Samskipti kunna að vera vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Þórdís Kjartansdóttir

Hægt er að hafa samband með því að fylla út formið hér að neðan og við svörum þér við fyrsta tækifæri.

Þórdís

Samskipti kunna að vera eru vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Ottó Guðjónsson

Hægt er að hafa samband með því að fylla út formið hér að neðan og við svörum þér við fyrsta tækifæri.

Ottó

Samskipti kunna að vera eru vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Karl Logason

Hægt er að hafa samband með því að fylla út formið hér að neðan og við svörum þér við fyrsta tækifæri.

Karl Logason

Samskipti kunna að vera eru vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Guðmundur Már Stefánsson

Hægt er að hafa samband með því að fylla út formið hér að neðan og við svörum þér við fyrsta tækifæri.

Guðmundur Már

Samskipti kunna að vera eru vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Guðmundur Daníelsson

Hægt er að hafa samband með því að fylla út formið hér að neðan og við svörum þér við fyrsta tækifæri.

Guðmundur Daníels

Samskipti kunna að vera eru vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Davíð Jensson

Hægt er að hafa samband með því að fylla út formið hér að neðan og við svörum þér við fyrsta tækifæri.

Davíð

Samskipti kunna að vera eru vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Hannes Sigurjónsson

Hægt er að hafa samband með því að fylla út formið hér að neðan og við svörum þér við fyrsta tækifæri.

Hannes

Samskipti kunna að vera eru vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér

Brjóstastækkun

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Ut elit tellus, luctus nec ullamcorper mattis, pulvinar dapibus leo.

Öll samskipti eru vistuð í gagnagrunni okkar. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hér