ANDLIT

Þegar aldurinn færist yfir okkur þá verður húðin slappari í andlitinu eins og annars staðar á líkamanum. Fellingar við munn og niður á kjálka verða dýpri með tímanum. Þetta ferli gerist hraðar hjá fólki sem reykir og getur gerst hratt eftir hratt þyngdartap. Þeir sem vilja hægja á þessum breytingum geta gert það að einhverju leyti með reglulegri notkun fylliefna í hrukkurnar en sumir kjósa að gera s.k. andlitslyftingu.

Margskonar breytingar í húðinni verða líka algengari þegar við eldumst; t.d. blettir, húðsepar og stíflaðir fitukirtlar. Í flestum tilfellum eru þessir blettir góðkynja og hægt að fjarlægja þá með litlu inngripi. Einstaklingur sem hefur verið endurtekið mikið í sól án sólarvörn er í aukinni hættu á að fá húðkrabbamein síðar á ævinni. Ef blettur breytir um lit eða stækkar hratt þarf að láta lækni meta hann.