fylliefni

Fylliefni (Juvederm®️ Restylane®️) eru notuð til að:

móta og fylla varir lyfta hangandi munnvikum fylla í fínar línur í andliti laga fellingar milli nefs og munns (nasolabial fold) laga bauga undir augum móta kinnbein laga form nefsins skerpa á höku- og kjálkalínu fylla upp í ör veita húðinni raka/endurnýjun

 Hvað eru fylliefni?

            Fylliefni eru gerð úr hýalúrónsýru (hyaluronic acid, HA), en það er náttúrlegt efni sem finnst í öllum vefjum líkamans.  Æska húðarinnar tengist að miklu leiti hýalúransýru, en framleiðsla hennar minnkar með aldrinum.  Hýalúransýra viðheldur vökva og fyllir upp í húðina.   Hýalúransýran sem við notum samanstendur af mjúku kristalgeli sem flæðir auðveldlega inn undir húðina og fær hana til að líta mjúklega og eðlilega út.  Við notum eingungis örugg fylliefni frá Juvederm®️ og Restylane®️, en þau eru meðal annars viðurkennd af bandaríska lyfjaeftirlitinu (FDA).

Hversu lengi endist meðferðin?

            Hýalúransýran í fylliefninu brotnar niður í líkamanum, en það fer eftir tegund fylliefnis og á hvaða svæði það er sett hversu langan tíma það tekur.  Til dæmis brotnar það fylliefni sem notað er í varir hraðar niður en það sem við notum til að móta kinnbeinin, en árangurinn getur varað frá 6 mánuðum upp í eitt og hálft ár.

Hvernig fer meðferðin fram?

            Fyrst hittir þú lýtalækni sem skoðar þig og metur hvaða meðferð hentar þér best.  Þú færð upplýsingar um kosti og galla ásamt því hvaða árangurs þú getur vænst af meðferðinni svo og um mögulega áhættuþætti og fylgikvilla. Áður en meðferð er hafin er svæðið sótthreinsað.  Stundum er borið staðdeyfandi krem á svæðið 20 mínútum fyrir meðferð.  Fylliefnið inniheldur deyfilyf, en það minnkar óþægindin og því er sprautað með örþunnri nál á þau svæði sem á að meðhöndla.  Meðferðin tekur yfirleitt um hálfa klukkustund, allt eftir umfangi hverju sinni.

Hverjar eru áhætturnar?

            Þú getur fengið roða, bólgu eða særing við staðinn þar sem sprautað var, en það er eðlilegt og í fáeinum tilfellum verður mar við stungustaðinn.  Þú mátt ekki taka blóðþynnandi lyf fyrir meðferð og ef þú tekur lýsi eða önnur fæðubótarefni sem innihalda omega3 ráðleggjum við að þú hættir því viku fyrir meðferð þar sem það eykur áhættuna á mari.  Bólgueyðandi verkjalyf eins og t.d. Ibufen og aspirin auka einnig hættu á mari.  Ef þú færð oft frunsu gefum við fyrirbyggjandi lyf við því.           

Hver er árangurinn?

            Þú sérð árangurinn um leið, getur þó verið með roða eða mar fyrst á eftir meðferðina.  Fylliefni gefa náttúrulegt útlit, úthvílt og ferskara yfirbragð.   Almennt er ekki ráðlagt að nota andlitsfarða eða að fara í sund í 12 klukkustundir eftir húðfyllingu.